Þórarinn Blöndal

 
 

Ský


Ein einfaldasta aðferðin sem notuð er við veðurfræðilegar rannsóknir er að spá í skýin. Skýin eru eins og svífandi veðurstöðvar sem gefa vísbendingar um það sem kann að gerast í veðrinu næstu klukkustundir og jafnvel næstu daga. Frá fornu fari hafa menn notað lögun skýja, breytingar á þeim og hreyfingar á skýjum við veðurspár.