Tvílembd ær undir barði
Um þessar mundir er ár síðan Aðalheiður S Eysteinsdóttir lagði af stað með 50 sýninga verkefni til 5 ára, sem ber yfirskriftina Réttardagur.
Áætlað er að setja upp 50 sýningar víða um heim með lokasýningu í Listagilinu á Akureyri í júní 2013.
Sýningarnar fjalla allar á einhvern hátt um menninguna sem hlýst af sauðkindinni, afurðum eða ásjónu.
Oft eru aðrir listamenn kallaðir til sem gefa víðara sjónarhorn á verkefnið.
“ Tvílembd ær undir barði “ er heiti þessa veggverks sem Aðalheiður sýnir nú, og er þetta 10. Sýningin í röðinni.
Áður hefur hún fjallað um réttina, slátrun, innmat, kind á fóðrm og sauðburð sem stendur yfir á Seyðisfirði.
Hægt er að fylgjast með verkefninu á heimasíðunni www.freyjulundur.is