Rauð teikning.

Ingirafn Steinarsson sýnir verkið Rauð teikning á VeggVerkiföstudaginn 15. mai 2009.

Verkið er teikning unnin með "kalklínu". Frjálsflæðandi stranglínu og 
tækniteiknun sem myndar óskiljanlegt þekkingarform.

Ingirafn Steinarsson er útskrifaður úr Myndlista og Handíðaskóla
Íslands 1999 og Listaháskólanum í Malmö 2006. Hann vinnur með
innsetningar og hluti sem eru oft tilraunir til að velta fyrir sér
fagurfræði og virkni þekkingar.
this.is/ingirafn/