STYRKUR

Níu manna hópur úr listhönnunardeild Myndlistarskólans á Akureyri sýnir veggverkið Styrkur. Verkið er þrívíddarverk með skírskotun í tölvuleikinn vinsæla Super Mario Bros.

Sveppurinn í tölvuleiknum, sem verkið byggist á, gefur einmitt leikendum aukinn styrk, og þaðan er nafn verksins runnið.

Markmiðið með verkinu er að skapa eitthvað myndrænt og táknrænt sem jafnframt á skírskotun í nútímann. Með verkinu viljum við líka gefa þeim sem þess njóta aukinn styrk á þessum erfiðu tímum sem nú eru uppi.

Opnunarpartý í tilefni af sýningu verksins verður haldið í Gallerí Box, Kaupvangsstræti 10, laugardaginn 24. janúar kl. 20.00. Allir VELKOMNIR.


Hópurinn:

Aldís María Valdimarsdóttir
Ásta Rut Björnsdóttir
Berglind H Helgadóttir
Dagrún Íris Sigmundsdóttir
Guðrún Huld Gunnarsdóttir
Helgi Vilberg Helgason
Karen Lind Árnadóttir
Sindri Smárason
Unnur Jónsdóttir

Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir