Steinn á stein...
Verkið er unnið sérstaklega í tilefni Akureyrarvöku á einum eftirmiðdegi þann 25.ágúst 2007.
Verk Steins er einn samfeldur orðhengill ef svo má að orði komast. Verkið vekur okkur til umhugsunar um merkingu eða merkingarleysu, skilning og misskilning. Akureyringar hafa velt vöngum yfir þessarri nýlundu í veggjaskreytingum. Er hér á ferðinni saklaus samkvæmisleikur eða eða rammpólitískt gagaraljóð í véfréttastíl?